top of page
Black and White Star in Circle

UM FÉLAGIÐ

Félagið var stofnað árið 2020 til að halda utan um sameiginlega hagsmuni smáfyrirtækja og einyrkja á íslenskum atvinnumarkaði. Kveikjan varð þegar lítill hópur smáatvinnurekenda var svolítið búinn að fá nóg af því að svona stór og mikilvæg öndvegissúla í Íslensku atvinnulífi, sem og samfélagi, hefði aldrei neina rödd til að verjast ógnum.


Þótt við séum flest öll í samkeppni við hvort annað úti á atvinnumarkaði, þá höfum við öll sameiginlegra hagsmuna að gæta. Heiðarlegt, einlægt og áreiðanlegt rekstrarumhverfi er forsenda þess að við getum treyst okkur til að skapa. Það er engum hollt að mæta til vinnu, bíðandi þess dags að eitthvað þrengi að eða bjáti á í samfélagi, og allar aðrar hagsmuna- og valdablokkir verði þess valdandi að maður traðkist undir í fjöldanum.


Félagið vill líka efla starf nýliðunar og vera nýjum atvinnurekendum innan handar þegar þeir taka sín fyrstu skref í átt að atvinnusjálfstæði. Launþegi dagsins í dag, neminn með draumana og stóru hugmyndirnar, verkamaðurinn sem fann snjalla lausn á vandamáli - þetta eru allt frumkvöðlar og atvinnurekendur morgundagsins - á meðan við byggjum, og tryggjum vænlegar aðstæður.

Um Félagið: About Us
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2020 Félag Smáfyrirtækja og Einyrkja.

bottom of page